

Pep Guardiola segir að Manchester City muni gera allt til að styðja við Bernardo Silva, sem rennur út á samningi við félagið í júní 2026.
„Ég vil það besta fyrir Bernardo, og ef hann vill vera áfram hjá City þá yrði ég himinlifandi og mjög ánægður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi.

Portúgalinn hefur verið einn mikilvægasti leikmaður City síðustu ár og er nú á sínu níunda tímabili hjá félaginu. Guardiola segir að framtíðin verði í höndum Silva og félagsins þegar nær dregur ákvörðunartöku.
„Hann hefur spilað hér í níu ár. Að lokum mun hann sjálfur, ásamt félaginu, ákveða hvað er honum fyrir bestu,“ bætti hann við.
City vill halda leikmanninum, en ljóst er að stórlið víða í Evrópu fylgjast grannt með stöðunni eftir því sem samningurinn styttist.