fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. nóvember 2025 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Estudiantes, Juan Sebastián Verón, hefur verið settur í sex mánaða bann af argentínska knattspyrnusambandinu (AFA) eftir að hann neitaði að mynda heiðursvörð fyrir nýja meistara Rosario Central.

Verón og leikmenn Estudiantes mótmæltu því að Rosario hefði verið útnefnt „deildarmeistari“ vegna nýrrar reglubreytingar sem AFA samþykkti í síðustu viku.

Áður en liðin mættust í 16 liða úrslitum Clausura mótsins á sunnudag snéru leikmenn Estudiantes baki í leikmenn Rosario þegar þeir gengu inn á völlinn. Estudiantes vann leikinn 1-0.

Verón hefur verið dæmdur í sex mánaða bann frá allri starfsemi tengdri knattspyrnu, og nokkrir leikmenn liðsins, sem tóku þátt í mótmælunum, verða í tveggja leikja banni á næsta tímabili.

Argentínska efsta deildin skiptist í Apertura og Clausura. Rosario Central lauk reglulegu tímabili með samanlagt 66 stigum, fjórum fleiri en Boca Juniors.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga