
Það er fullyrt í hlaðvarpinu Dr. Football að Halldór Árnason sé að taka við starfi hjá KR.
Þar orðar Hjörvar Hafliðason það sem svo að Halldór komi inn sem ráðgjafi og að hann muni aðstoðar Óskar Hrafn Þorvaldsson með karlaliðið.
Halldóri var sagt upp störfum hjá Breiðabliki fyrir rúmum mánuði síðan, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum.
Halldór og Óskar unnu auðvitað saman hjá Breiðabliki og unnu Íslandsmeistaratitilinn 2022. Unnu þeir einnig saman hjá Gróttu þar áður.
Óskar hefur stýrt KR síðan í fyrra, en Halldór lék auðvitað með félaginu í yngri flokkum.