

Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaðurinn Ramadan Sobhi hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann vegna brots á lyfjareglum, samkvæmt fréttum í Egyptalandi.
Sobhi, sem lék áður með Stoke City og Huddersfield, féll á lyfjaprófi í mars 2024 og var settur strax til hliðar.
Egypska lyfjaeftirlitið ákvað þó að aflétta banninu í júlí sama ár eftir atkvæðagreiðslu. Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) áfrýjaði þeirri ákvörðun og krafðist fjögurra ára banns.
Samkvæmt egypska miðlinum Yallakora hefur Íþróttadómstóllinn (CAS) tekið undir kröfu WADA og staðfest fjögurra ára bann fyrir Sobhi, sem getur þó enn áfrýjað til alríkisdómstóls.
Sobhi lék síðast fyrir Pyramids FC í Intercontinental Cup leik 14. september, en hefur síðan glímt við meiðsli í hné.
28 ára leikmaðurinn á 37 landsleiki fyrir Egyptaland en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan árið 2022. Sobhi var á sínum tíma kallaður „egypski Messi“ og talinn eitt mest spennandi efni landsins.