fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaðurinn Ramadan Sobhi hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann vegna brots á lyfjareglum, samkvæmt fréttum í Egyptalandi.

Sobhi, sem lék áður með Stoke City og Huddersfield, féll á lyfjaprófi í mars 2024 og var settur strax til hliðar.

Egypska lyfjaeftirlitið ákvað þó að aflétta banninu í júlí sama ár eftir atkvæðagreiðslu. Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) áfrýjaði þeirri ákvörðun og krafðist fjögurra ára banns.

Samkvæmt egypska miðlinum Yallakora hefur Íþróttadómstóllinn (CAS) tekið undir kröfu WADA og staðfest fjögurra ára bann fyrir Sobhi, sem getur þó enn áfrýjað til alríkisdómstóls.

Sobhi lék síðast fyrir Pyramids FC í Intercontinental Cup leik 14. september, en hefur síðan glímt við meiðsli í hné.

28 ára leikmaðurinn á 37 landsleiki fyrir Egyptaland en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan árið 2022. Sobhi var á sínum tíma kallaður „egypski Messi“ og talinn eitt mest spennandi efni landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði