

Virgil van Dijk hefur nú gefið fleiri vítaspyrnur en nokkur annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, eftir afar sérkennilega vítaspyrnu sem hann gaf á móti PSV í Meistaradeildinni.
Vítaspyrnan kom eftir aðeins fimm mínútur þegar Van Dijk stökk til að verja fyrirgjöf en fékk boltann í höndina, sem var hátt uppi yfir höfði honum. VAR staðfesti ákvörðun dómara og Ivan Perisic skoraði úr spyrnunni og kom PSV í 1-0.
Samkvæmt Opta er þetta þriðja vítaspyrnan sem hinn 34 ára varnarmaður hefur valdið á þessu tímabili. og enginn úrvalsdeildarleikmaður hefur gert það oftar.
Van Dijk átti einnig sök á víti í tapi Liverpool gegn Crystal Palace í ágúst þegar hann braut á Ismaila Sarr.
Liverpool og fyrirliði liðsins hafa átt erfitt uppdráttar í vetur.