
Samkvæmt Calciomercato á Ítalíu fylgist Sunderland grannt með stöðu Santiago Gimenez hjá AC Milan, hvar framtíð hans er komin í uppnám.
Þrátt fyrir opinbera stuðningsyfirlýsingu Max Allegri er mexíkóski framherjinn undir mikilli pressu á San Siro. Hann hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til félagsins í sumar.
Gimenez hefur byrjað flesta leiki Milan en aðeins skorað tvö mörk í meira en tíu byrjunarliðsleikjum á tímabilinu. Samkvæmt ítölskum miðlum er félagið orðið óþolinmótt, bæði vegna markaleysisins og þess að leikstíll hans hefur ekki smollið inn í kerfi Allegri.
Milan íhugar því að leyfa honum að fara í janúar og Sunderland er sagt tilbúið að stökkva til ef tækifæri gefst. Klúbburinn hefur verið að leita að áreiðanlegum markaskorara.
Nýliðarnir hafa byrjað tímabilið frábærlega eftir að hafa styrkt sig vel í sumar og eru í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.