

Manchester United eru reiðubúnir að styðja Ruben Amorim með enn einni hreinsun í leikmannahópnum til að fjármagna næsta skref í endurreisn liðsins.
Félagið stefnir á að endurbyggja miðjuna á næsta ári og sala á leikmönnum gæti fjármagnað innkaupin.
Enska landsliðsmennirnir Elliot Anderson og Adam Wharton eru á óskalista United, og félagið sýndi einnig áhuga á Carlos Baleba hjá Brighton í sumar. Þá er nýr markvörður og kantmaður einnig til skoðunar, en það fer að hluta til eftir framtíð lánsmanna Radek Vitek og Harry Amass, sem hafa báðir staðið sig vel í Championship.
United gæti þurft fleiri en einn miðjumann þar sem óvissa ríkir um framtíð Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo. Fernandes getur yfirgefið félagið næsta sumar fyrir 57 milljónir punda ef hann velur að ljúka United-ferlinum. Mainoo fékk synjun á láni í sumar og hefur ekki byrjað leik í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Amorim gagnrýndi einnig Manuel Ugarte nýverið og viðurkenndi að miðjumaðurinn sé „að eiga í erfiðleikum“.
Segir í fréttum að United vilji losna við um 2 milljónir punda a launaskrá sinni á viku og svona gæti félagið farið að.
