fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir fjölmiðlar voru harðorðir í garð Barcelona eftir að liðið átti martraðarkvöld í Meistaradeildinni á Stamford Bridge á þriðjudagskvöld.

Chelsea fór strax í hápressu og náði að skora á fjórðu mínútu, þó markið hafi verið dæmt af. Á 27. mínútu kom þó skelfilegt sjálfsmark frá Jules Koundé og eftir að Ronaldo Araújo fékk sitt annað gula spjald fyrir klaufalega tæklingu á Marc Cucurella, virtist Barca algjörlega ráðalaust gegn leikmönnum Enzo Maresca.

Mundo Deportivo sagði Barcelona hafa verið óþekkjanlegt og talaði um þungt rothögg, auk þess að fullyrða að Chelsea hefði getað skorað fleiri mörk.

AS Sport lýsti leiknum sem martröð, þar sem Chelsea yfirtók Barcelona áður en Katalóníuliðið skapaði sitt eigið „kaos“. Báðir miðlar bentu á að liðið væri fast í 15. sæti Meistaradeildarinnar.

Katalóníska L’Esportiu kallaði frammistöðuna „andvana“, þar sem Barca „gerði Chelsea lífið auðvelt og gerði sér erfitt fyrir að ná í efstu átta sætin“.

Sport var ekki mildara og hrópaði á forsíðu: „Ekki svona, Barca,“ og taldi verkefni Hansi Flicks komið undir mikla pressu.

Lamine Yamal fékk einungis fjóra í einkunn og var sagður einangraður og ósýnilegur megnið af leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Efnilegur leikmaður frá FH í Val

Efnilegur leikmaður frá FH í Val
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Í gær

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær