fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

433
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks og Guðjón Pétur Lýðsson þjálfari Hauka reyna nú að kaupa gamla Landsbankahúsið á Akranesi.

Frá þessu er greint á vef Skagafrétta.

Fasteignamat næsta árs á húsinu eru 260 milljónir en það eru tæpir 1500 fermetrar að stærð.

Höskuldur og Guðjón eiga félagið Hraun 900 Fasteignafélag ehf ásamt Ívari Frey Sturlusyni. Þeir funduðu með aðilum frá Akraneskaupstað með það fyrir huga að kaupa húsið.

Í frétt Skagafrétta segir að Akraneskaupstaður hafi auglýst í febrúar eftir samstarfsaðila til þess að blása lífi í svæðið við Akratorg. Þar á meðal að selja Landsbankahúsið og hefja uppbyggingu við nærliggjandi lóðir.

Auk þess að vilja kaupa húsið vilja Guðjón, Höskuldur og félagi þeirra kaupa lóðina við Suðurgötu 47.

Guðjón og Höskuldur hafa ásamt Ívari síðustu ári rekið fyrirtækið Skjálausnir og virðast nú ætla sér í frekari viðskipti saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu