

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks og Guðjón Pétur Lýðsson þjálfari Hauka reyna nú að kaupa gamla Landsbankahúsið á Akranesi.
Frá þessu er greint á vef Skagafrétta.
Fasteignamat næsta árs á húsinu eru 260 milljónir en það eru tæpir 1500 fermetrar að stærð.
Höskuldur og Guðjón eiga félagið Hraun 900 Fasteignafélag ehf ásamt Ívari Frey Sturlusyni. Þeir funduðu með aðilum frá Akraneskaupstað með það fyrir huga að kaupa húsið.
Í frétt Skagafrétta segir að Akraneskaupstaður hafi auglýst í febrúar eftir samstarfsaðila til þess að blása lífi í svæðið við Akratorg. Þar á meðal að selja Landsbankahúsið og hefja uppbyggingu við nærliggjandi lóðir.
Auk þess að vilja kaupa húsið vilja Guðjón, Höskuldur og félagi þeirra kaupa lóðina við Suðurgötu 47.
Guðjón og Höskuldur hafa ásamt Ívari síðustu ári rekið fyrirtækið Skjálausnir og virðast nú ætla sér í frekari viðskipti saman.