

Fredrikstad er eitt sigursælasta félag Noregs en það hefur níu sinnum orðið norskur meistari.
Valdimar er efnilegur sóknarmaður sem er fæddur árið 2012, en honum var boðið að spila með unglingaliðið Fredrikstad í sumar þar sem hann fór á kostum.
Endaði hann sem markahæsti leikmaður 13-ára liðsins með 34 mörk í 38 leikjum og 14 stoðsendingar þar að auki.
Hann hefur verið búsettur lengi í Noregi með fjölskyldu sinni en eldri bróðir hans, Hafliði Ísak Guðjónsson, sem er fæddur árið 2008, samdi við Fredrikstad í janúar og spilar með varaliði félagsins.
Faðir Valdimars, Guðjón Ingi Hafliðason, segir í samtali við 433.is að Valdimar ætli sér alla leið í fótboltanum en hann er bæði með íslenskan og norskan ríkisborgararétt. Getur hann því valið að spila fyrir bæði landsliðin en Guðjón segir að draumur hans sé að spila fyrir Ísland.
22ceabe0-be1a-4422-ba01-2b41bc95d8f8.mp4