fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Sport á Spáni lét Lionel Messi í ljós vilja sinn til að snúa aftur til Barcelona í janúar 2023, þegar hann hafði samband við fyrrum liðsfélaga sinn og þáverandi stjóra liðsins, Xavi. Þá var hann á mála hjá Paris Saint-Germian en var að verða samningslaus um sumarið.

Xavi og Messi héldu góðu sambandi og voru sammála um að endurkoma Argentínumannsins yrði frábær fyrir lið Barcelona á þeim tíma. Þeir töluðu reglulega saman næstu mánuði til að reyna að gera heimkomu Messi að veruleika.

Xavi ræddi einnig við föður leikmannsins, Jorge Messi, og lét forsetann Joan Laporta vita. Matheu Alemany, yfirmaður knattspyrnumála, átti að hafa fullyrt við Xavi að La Liga hefði gefið grænt ljós á félagaskiptin. Barcelona útbjó meira að segja tveggja ára samning sem Messi ætlaði að skrifa undir þegar hann yrði samningslaus sumarið 2023.

En í apríl kom höggið. Jorge Messi hringdi í Xavi með slæmar fréttir. „Þeir segja mér að þetta verði ekki. La Liga samþykkir þetta ekki.“

Endurkoma Messi til Barcelona féll þar með um sjálfa sig og Argentínumaðurinn gekk síðar til liðs við Inter Miami, þar sem hann er nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila