

Það var gott teymi Íslendinga á vegum Sýnar á leik Manchester United og Everton í upphafi vikunnar. Um var að ræða þá Hjörvar Hafliðason, Andra Má Eggertsson eða Nablann og Arnar Laufdal Arnarsson.
United leit alls ekki vel út í leiknum og tapaði 0-1 þrátt fyrir að vera manni fleiri nær allan leikinn. Fáir sýndu sitt rétta andlit í liðinu og einn maður í vörninni heillaði íslenska teymið allavega alls ekki.
„Það er enginn meira soft í öllum návígum en Leny Yoro. Þú varst í nálægt við þetta, sástu það?“ sagði Hjörvar í Dr. Football og beindi spurningu sinni að Arnari.
„Hann er svo léttur og engin ára yfir honum. Ég er hundrað prósent sammála,“ sagði hann þá, áður en Nablinn tók vil máls: „Hann er eins og tannstöngull.“
Yoro er aðeins tvítugur en hann gekk í raðir United frá Lille fyrir síðustu leiktíð. Miklar vonir eru bundnar við Frakkann, sem þarf þó greinilega að stíga upp.