
Theodór Elmar Bjarnason er hættur sem aðstoðarþjálfari KR. Hann staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net.
Elmar var aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá karlaliði KR í sumar, auk þess sem hann þjálfaði 2. flokk.
„Ég tók að mér annað starf, ætla taka mér smá pásu frá fótbolta, prófa eitthvað nýtt í fyrsta skiptið,“ segir Elmar.
Elmar er auðvitað goðsögn hjá KR frá leikmannaferli sínum og gat hann sér gott orð í atvinnumennsku og með landsliðinu einnig.