fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 16:00

Angelo Stiller Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi stórliða á Angelo Stiller, leikmanni Stuttgart, eykst sífellt. Real Madrid, Manchester United, Liverpool, Bayern Munchen og Borussia Dortmund eru öll sögð fylgjast með stöðu Þjóðverjans.

Fabian Wohlgemuth, íþróttastjóri Stuttgart, segir að engin formleg tilboð hafi borist, þrátt fyrir vaxandi áhuga. „Hann er með samning hjá okkur og það er of snemmt að ræða eitthvað slíkt,“ segir hann við Sky.

Stiller, sem er 24 ára gamall miðjumaður, hefur átt glæsilegt tímabil og verið einn besti miðjumaður deildarinnar. Hann lék 47 leiki á síðustu leiktíð, skoraði fjögur mörk og átti 11 stoðsendingar, auk þess að leiða Stuttgart í sigri í þýska bikarnum. Hann hefur einnig unnið sér sæti í þýska landsliðinu.

Real Madrid er talinn líklegasti áfangastaðurinn og spænskir miðlar fullyrða að Xabi Alonso sjái hann sem Toni Kroos týpu á miðju sína. Stiller sjálfur er sagður heillast af Madríd frekar en enska boltann.

Stiller er samningsbundinn Stuttgart til 2028. Samningurinn inniheldur losunarklásúlu upp á um 40 milljónir evra sem tekur þó ekki gildi fyrr en 2026.

Þýskir miðlar fullyrða að Stuttgart muni krefjast að minnsta kosti 50 milljóna evra ef félög reyni að ná í hann næsta sumar. Stiller er sagður ánægður hjá Stuttgart, en jafnframt opinn fyrir því að taka næsta skref þegar rétti tíminn kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Í gær

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag