
Tottenham hefur ekki áform um að reka Thomas Frank þrátt fyrir 411 tap gegn erkifjendunum í Arsenal um helgina.
Liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er komið niður í 9. sæti, en samkvæmt The Telegraph hefur framtíð Danans ekkert verið rædd innan félagsins.
Frank, sem tók við Tottenham í sumar og skrifaði undir til þriggja ára, viðurkenndi eftir leikinn að frammistaðan hefði verið mjög slæm og bað stuðningsmenn afsökunar.
Samkvæmt Telegraph hafa forráðamenn félagsins þó áhyggjur af því að Frank sé að breyta liðinu of mikið milli leikja. Sumir leikmenn eru þá sagðir vilja að Frank einblíni meira á styrkleika Tottenham í stað þess að laga leikskipulagið að andstæðingum.
Næsti leikur Spurs verður ekki auðveldari, þar sem liðið mætir Evrópumeisturum PSG í Meistaradeildinni á morgun.