
Arsenal styrkti sig ve í sumar með því að fá Viktor Gyokeres, Martin Zubimendi og Eberechi Eze. Sá síðastnefndi fór á kostum og skoraði þrennu gegn erkifjendunum í Tottenham um helgina.
Eftir leikinn hrósaði Mikel Arteta sérstaklega starfi yfirmanns knattspyrnumála, Andrea Berta, sem stýrði innkaupum félagsins í fyrsta skipti eftir að hafa komið frá Atletico Madrid síðasta vor.
„Berta gerði frábærlega í að fá Eze til félagsins. Hann gerði ótrúlega vel í þessum glugga og skilaði leikmanni sem skiptir okkur gífurlega miklu máli núna,“ sagði Arteta.
„Við erum án Gabriel, Havertz, Gyokeres, Jesus og Ödegaard. Þannig að að fá leikmann sem getur tekið yfir stóra leiki, eins og Eze gerði, er ómetanlegt.“
Arsenal er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og stefnir á titilinn eftir að hafa hafnað í öðru sæti þrjú tímabil í röð.