fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United hafa beint spjótum sínum að framherjanum Joshua Zirkzee eftir 1-0 tap liðsins gegn Everton á Old Trafford.

Kiernan Dewsbury-Hall skoraði eina mark leiksins með flottu skoti utan teigs. Þrátt fyrir að Everton hafi verið manni færri í um 75 mínútur, þar sem Idrissa Gana Gueye fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga sinn, Michael Keane, tókst United aldrei að brjóta varnarmúr gestanna.

Zirkzee var í byrjunarliðinu í annað sinn á tímabilinu. Hollendingurinn fékk tvö af bestu tækifærum United í seinni hálfleik en Jordan Pickford varði.

Reiðin hjá stuðningsmönnum lét ekki á sér standa á samfélagsmiðlum „Zirkzee bað um sénsinn, fékk hann og sóaði honum!“ skrifaði einn stuðningsmaður.

„Að halda Zirkzee inná í 90 mínútur var glæpsamleg ákvörðun,“ sagði annar og fleiri tóku til máls. „Zirkzee ætti að fara í janúar.“

Tækifæri Zirkzee kom til vegna þess að bæði Benjamin Sesko og Matheus Cunha eru meiddir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Í gær

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum