
Gary Neville segir að umræðan um framtíð Arne Slot hjá Liverpool sé komin út í algjör rugl, þrátt fyrir dapurt gengi liðins undanfarið.
Liverpool fékk einn eitt höggið er liðið tapaði 3–0 á Anfield gegn Nottingham Forest um helgina. Liðð er komið niður í 11. sæti deildarinnar og eru þeir nú 11 stigum á eftir toppliði Arsenal.
Slot er nú undir mikilli pressu eftir að hafa eytt yfir 400 milljónum punda í leikmannakaup í sumar. Neville segir þó ekkert til í því að hann gæti verið rekinn.
„Það er engin leið að Arne Slot sé í einhverri hættu. Ég hef heyrt eitthvert muldur, og maður sér ruglið á samfélagsmiðlum en það er ekkert mark takandi á því,“ segir Neville og sagði Slot enn fremur frábæran stjóra.
Neville tók þó fram að Hollendingurinn þyrfti að bregðast hratt við.
„Hann er í erfiðri stöðu núna. Hann þarf að snúa þessu við fljótt, taka erfiðar ákvarðanir og hjálpa leikmönnunum með því hvernig hann setur liðið saman. Það þarf eitthvað inngrip til að finna aftur rétta taktinn.“