
Idrissa Gana Gueye var rekinn af velli eftir minna en korter af leik Everton gegn Manchester United sem nú stendur yfir á Old Trafford.
Um stórfurðulegt atvik var að ræða, en Gueye fékk spjaldið fyrir að slá til liðsfélaga, Michael Keane.
Þeir félagar skiptust svo á vel völdum orðum og virtist Keane segja Gueye að hunskast út af vellinum.
Þetta stórfurðulega atvik má sjá hér að neðan, en þess má geta að Everton er þó komið yfir í leiknum.