
Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur beðist afsökunar á því að hafa rifist við myndatökumann í kjölfar 2-1 taps Manchester City gegn Newcastle um helgina.
City-menn voru óánægðir með nokkur atriði er sneru að dómgæslu í leiknum og var Guardiola heitt í hamsi eftir lokaflautið.
Spánverjinn gekk beint inn á völlinn til að ræða við dómara leiksins, Sam Barrott, og sást jafnframt taka heyrnartól af myndatökumanni til að hvísla einhverju að honum.
„Ég baðst afsökunar,“ sagði Guardiola um atvikið, en vildi ekki greina frá því sem hann sagði.
„Ég skammast mín þegar ég sé þetta. Mér líkar þetta ekki. Ég baðst afsökunar strax, innan einnar sekúndu. Ég er bara ég sjálfur. Eftir þúsund leiki er ég ekki fullkominn, ég geri stór mistök. Ástæðan núna var að ég vildi verja liðið mitt.“
Pep Guardiola had some words for the camera operator on the pitch after Man City's loss to Newcastle 👀 pic.twitter.com/3yHEwGJN0d
— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2025