
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er hissa á stöðu Claudio Echeverri hjá Bayer Leverkusen.
Echeverri gekk í raðir Leverkusen á láni frá City í sumar, með það fyrir augum að fá dýrmætan spiltíma á háu stigi.
Það hefur þó ekki gengið eftir, er Argentínumaðurinn í aukahlutverki og sagan segir að allir aðilar skoði að rifta lánssamningnum í janúar.
„Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann,“ segir Guardiola um framtíð Echeverri.
„Við bindum miklar vonir við hann og maður spyr sig hvað gerðist í Leverkusen, ég veit það ekki. Umboðsmaður hans veit meira en aðrir.“
Kappinn gekk í raðir City frá River Plate fyrir tæpum tveimur árum síðan og hefur alls spilað þrjá leiki fyrir aðalliðið.