fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 14:18

Halldór Árnason, fyrrum þjálfari Breiðabliks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason, fyrrum þjálfari Breiðabliks, fór yfir brottrekstur sinn þaðan í síðasta mánuði í samtali við Fótbolta.net. Hann segir aðila í kringum félagið hafa reynt að búa til óróa innan búningsklefans í Kópavogi nokkrum vikum áður.

Halldór var rekinn aðeins um ári eftir að hafa gert Blika að Íslandsmeisturum. Tímabilið hér heima í ár var ekki nógu gott en hann kom liðinu samt sem áður í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Þetta kom á óvart, en leikmenn höfðu að vísu komið til mín nokkrum vikum áður og sagt mér frá því að það væri aðili í kringum félagið sem væri búinn að vera í sambandi við leikmennina, væri að reyna búa til óróa í klefanum, reyna komast að því hvort leikmenn væru búnir að missa trúna á þjálfarateyminu. Sömu leikmenn sögðu mér á þeim tíma að þessi aðili hefði verið sendur til baka með þau skilaboð að svo væri alls ekki, leikmannahópurinn og teymið væru bara ein heild sem bæru sameiginlega ábyrgð á því að liðið væri ekki í betri stöðu en það var á þeim tíma, heildin væri þétt og stæði saman í því að koma liðinu aftur á rétta braut. Þetta var fljótlega eftir Evrópuleikina úti í San Marínó þar sem við tryggðum okkur Evrópusæti. Ég spáði ekki meira í það á þeim tíma,“ segir Halldór við Fótbolta.net.

Hann vildi þó ekki nafngreina umræddan aðila.

„Já, en með virðingu fyrir nýjum þjálfara, leikmannahópnum og þeim verkefnum sem Breiðablik er í þá ætla ég ekkert að fara út í einhverja orðróma eða annað slíkt. Það hefur ýmislegt gengið á í félaginu síðustu mánuði, og kannski rúmlega það, en ég held því fyrir mig eins og er. Einhvern tímann í framtíðinni skrifa ég kannski bók um þennan tíma. Ég veit hvernig ég vinn, veit hvað ég stend fyrir og hvað ég lagði í þetta. Það er nóg fyrir mig. Ég vann af heiðarleika, talaði hreint út og var trúr mínum gildum. Ég er fullkomlega sáttur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher biðst afsökunar

Carragher biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Í gær

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
433Sport
Í gær

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fer Harry Kane til Barcelona næsta sumar?

Fer Harry Kane til Barcelona næsta sumar?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þrír leikmenn á lista hjá United til að styrkja svæðið sem Amorim vill bæta

Þrír leikmenn á lista hjá United til að styrkja svæðið sem Amorim vill bæta