

Mathias Rosenorn var að margra mati ekki nógu góður í marki FH í sumar. Yfirgaf hann félagið á dögunum en vildi hann nýjan og betri samning.
Þetta var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Þar furðuðu sig á því að danski markvörðurinn hafi viljað hærri laun eftir frammistöðu hans í sumar.
„Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku því hann rölti inn á skrifstofu Davíðs Þórs Viðarssonar eftir tímabil og heimtaði launahækkun,“ sagði Tómas Þór Þórðarson.
„Þá sagði Davíð sem mér fannst svo fyndið: Nei,“ bætti hann við, léttur í bragði.
„Ef hann hefði ekki beðið um þessa launahækkun hefði hann mögulega bara verið áfram þarna í markinu.“
Rosenorn hefur einnig leikið með Stjörnunni og Keflavík hér á landi.