fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 14:00

Logi Tómasson fyrir miðju. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor í Sambandsdeildinni á fimmtudag og að óbreyttu verður töluverður kuldi á vellinum.

Miðað við spá Veðurstofu Íslands verður hitastig 1 gráða um það leyti sem leikurinn hefst og verða 10 metrar á sekúndu.

Blikar eru aðeins með 1 stig eftir þrjá leiki í Sambandsdeildinni en Samsunspor, með íslenska landsliðsmanninn Loga Tómasson innanborðs, hefur farið á kostum og er með fullt hús stiga á toppnum.

Leikurinn hefst klukkan 20 og fer fram á Laugardalsvelli, þar sem Blikar mega ekki spila á Kópavogsvelli á þessu stigi keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt