
Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að það hafi aldrei komið til greina að Leandro Trossard myndi yfirgefa Arsenal síðasta sumar.
Belginn hefur reynst Arsenal drjúgur frá því hann kom frá Brighton fyrir tveimur árum og skoraði hann í nágrannaslagnum við Tottenham í gær.
Þrátt fyrir það var Trossard sterklega orðaður burt í sumar, til að mynda við Sádi-Arabíu.
„Leandro Trossard var aldrei að fara. Ég var mjög skýr, engar líkur,“ sagði Arteta hins vegar eftir leik í gær.
„Ég þekki leikmanninn sem hann er og með þá leikmenn sem hann hefur í kringum sig er hann leikmaður sem mun gera gæfumuninn fyrir okkur.“