fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, útilokar ekki brottför Joshua Zirkzee og Kobbie Mainoo í janúar.

Báðir eru í aukahlutverki og hafa verið sterklega orðaðir við brottför. Zirkzee er engan veginn inni í myndinni hjá Amorim og hefur hlutverk hins unga Mainoo sömuleiðis snarminnkað undir stjórn Portúgalans.

Mainoo vildi fá að fara á láni undir lok félagaskiptagluggans í sumar en fékk ekki. Hefur hann til að mynda verið orðaður við Napoli.

Zirkzee kom frá Bologna fyrir síðustu leiktíð og hefur verið orðaður við endurkomu til Ítalíu.

„Félagið er í forgangi. Við munum hugsa um hvað er því fyrir bestu. Eftir það getur allt gerst,“ segir Amorim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt