
Manchester United er til í að nota öll vopn, stór sem smá, í von um að fá Antoine Semenyo frá Bournemouth.
Semenyo hefur verið frábær með Bournemouth á tímabilinu og skorað sex mörk og lagt upp þrjú. Frammistaðan hefur vakið athygli stærri liða og hafa United og Liverpool til að mynda áhuga.
Klásúla er í samningi sóknarmannsins um að hann megi fara fyrir 65 milljónir punda fyrstu tvær vikur janúargluggans.
Staðarmiðillinn Manchester Evening News fjallar um áhuga United í dag og að félagið sjái fram á að það geti hjálpað að bjóða Semenyo hans uppáhalds treyjunúmer, 24.
Það er laust hjá United eftir að Andre Onana fór í sumar. Hvort það hafi nokkuð að segja verður svo að koma í ljós.