fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 11:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Tottenham eru æfir eftir 4-1 tap liðsins gegn Arsenal á Emirates og hafa margir krafist þess að Rodrigo Bentancur verði seldur í janúarglugganum.

Arsenal stjórnaði leiknum frá upphafi og fór Eberechi Eze, sem Tottenham taldi sig vera að fá í sumar áður en hann valdi Arsenal, á kostum og skoraði þrennu.

Reiði stuðningsmanna beindist að leikmönnum og taktík Thomas Frank, en sérstaklega að Bentancur, sem hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu.

„Síðasta skiptið í bili sem Bentancur á að spila,“ skrifaði einn stuðningsmaður. Annar bætti við: „Hann felur sig, er út um allt og skapar ekki neitt.“

„Hann leit illa út í þremur mörkum, samt verður hann örugglega áfram fyrsti maður á blað,“ skrifaði enn annar.

Arsenal er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham er í níunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“