fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum varnarmaður Manchester United og sérfræðingur Sky Sports, hefur brugðist við ásökunum um kynþáttamisrétti innan háskólans University Academy 92, sem hann stofnaði árið 2019.

Starfsmaður við UA 92 hélt því fram að hindranir væru til staðar fyrir starfsfólk af erlendum uppruna þegar kæmi að stöðuhækkunum. Óháð úttekt var strax framkvæmd og skýrsla leiddi í ljós að stofnunin uppfyllti ekki viðmið um inngildingu.

Neville, sem situr í stjórn UA92, kallaði starfsfólk saman og viðurkenndi með tár í augum að gera þyrfti betur og að breytingar væru óumflýjanlegar.

UA92, sem hann stofnaði ásamt Ryan Giggs, Paul Scholes, Phil Neville og Nicky Butt, býður upp á nám í íþróttum, viðskiptum og fjölmiðlum með það að markmiði að styðja ungt fólk sem á undir högg að sækja.

Tillögur skýrslunnar fólu meðal annars í sér að setja á laggirnar jafnréttis- og fjölbreytnihóp og hefur einnig verið stofnað innra starfsmannanet um kynþáttajafnrétti.

Samkvæmt heimildum The Sun var Neville mjög hryggur yfir því að starfsfólk teldi slíkt misrétti til staðar og ætlaði að bæta úr því strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“