
Thomas Frank, stjóri Tottenham, bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir 4–1 tap gegn erkifjendum Arsenal í norður-Lundúnaslagnum.
„Þetta er mjög sársaukafullt. Frammistan var slæm og algjörlega í andstöðu við það sem við ætluðum að gera. Við getum aðeins beðið stuðningsmenn okkar afsökunar,“ sagði Frank.
Markvörðurinn Guglielmo Vicario tók undir orð Frank.
„Mjög slæmt kvöld. Við verðum fyrst og fremst að biðjast afsökunar. Stuðningsmenn okkar áttu skilið að sjá lið sem berst og við gerðum það ekki. Það er ófyrirgefanlegt á þessu stigi.“
Eberechi Eze skoraði þrennu fyrir Arsenal í leiknum og er liðið með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham er í níunda sæti.