
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir að lið hans þurfi að undirbúa sig fyrir erfiðar viku þegar Afríkukeppnin hefst 21. desember. United er í samtali við landslið Kamerún, Marokkó og Fílabeinsstrandarinnar um að seinka brottför Bryan Mbeumo, Noussair Mazraoui og Amad Diallo, en að lokum munu þeir fara.
Til að mæta þessu hefur Amorim ákveðið að leita lausna innan félagsins. Unglingalandsliðsmennirnir Jack Fletcher og Shea Lacey hafa æft með aðalliðinu og verið í kringum hópinn. Lacey, sem 18 ára, hefur vakið athygli og var meðal annars í æfingahópum enska A-landsliðsins í haust.
„Það verður erfitt. En við höfum öðlast reynslu. Við lentum í miklum takmörkunum í fyrra og erum betur undir það búin núna. Ungu strákarnir geta stigið upp, þetta sendir líka skýr skilaboð inn í akademíuna,“ segir Amorim.
Amorim viðurkenndi að hann væri farinn að fylgjast mun betur með unglingastarfi félagsins eftir að Sir Jim Ratcliffe gagnrýndi aðstöðuna nýverið og kallaði hana úr sér gengna.
Síðan hafa úrbætur verið gerðar, næringafræðingur verið ráðinn og fleira til.