
Cristiano Ronaldo skoraði glæsilegt hjólhestamark í uppbótartíma fyrir Al-Nassr í 4–1 sigri á Al Khaleej í sádiarabísku deildinni í gær.
Markið var til að innsigla sigur Al-Nassr og var jafnframt númer 972 á ferlinum hjá Ronaldo. Þessi fertugi leikmaður stefnir á þúsund mörk áður en ferlinum lýkur.
Ronaldo virðist hvergi nærri hættur þrátt fyrir aldurinn, en hann er samningsbundinn í Sádí út næstu leiktíð.
Hér að neðan má sjá þetta magnaða mark í gær.
Best caption wins! 🤔 pic.twitter.com/EodMPG9Mt0
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) November 23, 2025