
Keflvíkingar vilja fá Arnór Ingva Traustason í sínar raðir fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar.
Ragnar Bragi Sveinsson segir frá þessu í hlaðvarpinu Dr. Football. Arnór er uppalinn í Keflavík og hefur átt glæsilegan feril í atvinnumennsku og með landsiðinu. Þetta yrði því afar metnaðarfullt skref fyrir nýliðanna.
Hinn 32 Arnór er í dag á mála hjá Norrköping í Svíþjóð, hvar hann hefur leikið stóran hluta ferils síns. Liðið er í vandræðum og á leið niður í B-deild, nema því takist að framkvæma ótrúlegan viðsnúning í fallumspilinu um næstu helgi.
Arnór hefur á ferlinum einnig leikið í Bandaríkjunum, Austurríki, Grikklandi og Noregi, auk þess sem hann á að baki 67 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Keflavík hafnaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð en komst upp í Bestu deildina í gegnum umspilið.