

Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, segir að hann hafi engar áhyggjur af því að missa Antoine Semenyo í janúarglugganum þrátt fyrir vaxandi áhuga stórliða.
Sky Sports greindi frá því að Semenyo, 25 ára, sé með 60 milljóna punda frákaupsákvæði auk 5 milljóna í bónusgreiðslum eftir að hafa framlengt samning sinn í sumar. Liverpool, Manchester City og Tottenham eru sögð fylgjast grannt með framherjanum.
Iraola var hins vegar afslappaður á fréttamannafundi fyrir leik:
„Við erum í nóvember og Antoine er okkar leikmaður. Hann mun halda áfram að vera okkar leikmaður.“
Hann bætti við að hann myndi ekki velta janúarglugganum fyrir sér fyrr en að honum kæmi.
„Í janúar getið þið spurt mig út í markaðinn. Núna hugsa ég frekar um leikmennina sem verða til taks á morgun.“
„Í janúar ræðum við það sem gerist.“