

Manchester United eru með þrjá leikmenn á stuttum lista yfir möguleg miðjumannakaup til að styrkja hópinn, samkvæmt enskum fjölmiðlum.
Ruben Amorim vill halda áfram þeirri stefnu að sækja leikmenn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og hefur miðjan verið næsta verkefni hans.
United eru nú að meta hvaða stóru miðjumannakaup henti best og fylgjast grannt með þremur leikmönnum:
• Elliot Anderson, lykilmaður Nottingham Forest og einn af bestu mönnum Englandshóps Thomas Tuchel í undankeppni HM.
• Adam Wharton hjá Crystal Palace, sem hefur vakið mikla athygli á tímabilinu.
• Carlos Baleba, varnarsinnaður miðjumaður Brighton, sem United voru nálægt því að fá síðasta sumar.
Ef þessir klúbbar neita að selja í janúar eru United reiðubúnir að bíða til sumars fremur en að sækja leikmenn erlendis frá sem ekki eru á toppó