fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 22. nóvember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Mohamed Salah og Virgil van Dijk ganga frítt síðasta sumar ef samningsviðræður hefðu ekki gengið upp.

Báðir leikmennirnir voru komnir á síðasta samningsár sitt áður en þeir skrifuðu undir nýja samninga í lok síðasta tímabils eftir langar og erfiðar viðræður.

Samningaviðræðurnar fóru fram á sama tíma og Liverpool varð Englandsmeistari, og óvissan stóð fram á vorið hvort leikmennirnir myndu framlengja.

Werner segir í viðtali við The Athletic að Fenway Sports Group hafi verið staðráðið í að láta fjármálin ráða ferðinni.

Hann hrósaði íþróttastjóranum Richard Hughes sérstaklega fyrir hvernig hann stýrði viðræðunum: „Ef Richard hefði hringt og sagt: ‘Bilið er of stórt,’ þá hefðum við virt það,“ sagði Werner.

„Við ráðum fólk til að vinna störfin sín og leyfum þeim að vinna þau. Traustið er gríðarlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir
433Sport
Í gær

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Í gær

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu