

Rúben Amorim segir að Benjamin Sesko hafi sloppið við alvarleg meiðsli og gæti verið kominn aftur áður en Bryan Mbeumo, Amad Diallo og Noussair Mazraoui fara á Afríkumótið.
Sesko meiddist í 2–2 jafnteflinu gegn Tottenham og óttaðist Amorim í fyrstu að um alvarleg hnémeiðsli væri að ræða.
Slóveninn dró sig úr landsliðsverkefni til að hefja endurhæfingu á Carrington og Amorim er nú mun jákvæðari.
„Hann verður frá í nokkrar vikur, ég veit ekki nákvæmlega hversu lengi, en þetta er ekki alvarlegt,“ sagði hann.
„Við þurfum að fara varlega. Hann er að ná sér og líður betur. Ég á von á honum aftur eftir nokkrar vikur.“
Sesko var einn af þremur leikmönnum sem vantaði á æfingu á föstudagsmorgun, ásamt Harry Maguire og Kobbie Mainoo.