

Tottenham, sem undir stjórn Ange Postecoglou á síðasta tímabili voru þekktir fyrir háa varnarlínu, virðast nú einblína á allt aðra „hár-línu“.
Félagið hefur gert samstarfssamning við tyrknesku stofuna Elithair, sem verður opinber hármeðferðar aðili Spurs. Samstarfið er kynnt sem „leiðangur til að efla sjálfstraust“.
Elithair, sem er með höfuðstöðvar í Istanbúl og hefur útibú í Bretlandi, Þýskalandi og Dubai, segist vera stærsta hárígræðslukliník heims og hefur meðal annars meðhöndlað Ricardo Quaresma.
Samningurinn var ekki kynntur af leikmönnum félagsins heldur með 60 sekúndna auglýsingu þar sem leikari fer með hlutverk Spurs-stuðningsmanns. Þó er talið að margir núverandi og fyrrverandi leikmenn Tottenham hafi notað slíkar meðferðir.
Meðal þeirra sem grunur leikur á að hafi gengist undir hárígræðslu eru James Maddison, auk fyrrverandi miðjumanna félagsins Christian Eriksen og Andros Townsend, sem báðir hafa mætt til leiks með ferskari hártopp á undanförnum árum.