
Wolves ku vera að klára kaup á miðjumanninum Patrik Mercado frá Independiente del Valle, samkvæmt miðlum í Ekvador.
Enska félagið er sagt hafa endurvakið áhuga sinn á þessum 22 ára gamla leikmanni eftir að hafa reynt að fá hann á Molineux fyrir þetta tímabil.
Mercado hefur vakið athygli nokkurra evrópskra liða með frammistöðu sinni í Ekvador, þar á meðal Sevilla.
Þrátt fyrir samkeppni um leikmanninn er Wolves, sem er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, sagt mjög líklegt til að klára kaupin í janúar.
Rob Edwards er tekinn við Wolves, en hann kom frá Middlesbrough. Vonast hann til að geta snúið gengi liðsins við.