
Tottenham hefur mikinn áhuga á Samu Aghehowa en fær samkeppni frá enskum félögum um hann.
Aghehowa er á mála hjá Porto þar sem hann hefur verið iðinn við markaskorun. Hefur það vakið athygli stærri félaga.
Tottenham vill fá hann í sínar raðir, en líklega yrði það ekki fyrr en næsta sumar. Manchester United og Chelsea fylgjast einnig með framherjanum.
Aghehowa er 21 árs gamall Spánverji sem kom til Porto fyrir síðustu leiktíð. Hann er samningsbundinn til 2029 og félagið vill um 70 milljónir punda fyrir hann.
Þess má geta að frammistaða Aghehowa með Porto hefur skilað honum sæti í spænska landsliðinu.