

Paul Pogba er á leið í sinn fyrsta keppnisleik eftir langt bann fyrir lyfjamisnotkun og gæti leikið með Monaco um helgina.
Pogba, 32 ára, gekk í raðir franska félagsins síðasta sumar eftir að Íþróttadómstóllinn (CAS) stytti fjögurra ára bann hans niður í 19 mánuði.
Síðasta leikur hans var í september 2023 með Juventus gegn Empoli. Hann hefur unnið að því að komast í leikform hjá Monaco og átti að fá sína fyrstu mínútur 8. nóvember, en ökklameiðsli frestuðu frumrauninni.
Nú er hins vegar búist við að Pogba verði í leikmannahópnum gegn Rennes á laugardag og myndi það jafnframt marka fyrsta leik hans í Ligue 1. Pogba lék aldrei í efstu deild Frakklands áður en hann fór ungur frá Le Havre til Manchester United.
Franski landsliðsmaðurinn, sem varð Heimsmeistari 2018, fékk upphaflega fjögurra ára bann eftir jákvætt lyfjapróf fyrir DHEA en hélt því fram að um mistök hefði verið að ræða. Bannið var stytt í mars, og Pogba mátti þá snúa aftur á völlinn.