

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að félagið sé ekki að íhuga kaup á nýjum miðverði í janúarglugganum, þrátt fyrir vaxandi áhyggjur vegna meiðsla og þunnrar breiddar í stöðunni.
Liverpool hefur nú aðeins þrjá náttúrulega miðverði í boði. Virgil van Dijk, Ibrahima Konaté og Joe Gomez, eftir að nýliðinn Giovanni Leoni sleit krossband í frumraun sinni í september.
Jamie Carragher sagði nýverið að Liverpool þyrfti að kaupa miðvörð í janúar, en Slot var ósammála þegar hann var spurður út í málið. „Ég bjóst ekki við þessari spurningu,“ sagði hann.
„Það eru svo margir leikir fram undan. Fyrir mig er þetta það síðasta sem ég hugsa um núna.“
Slot benti á að liðið hefði fleiri möguleika ef á þyrfti að halda: „Við höfum þrjá miðverði og Joe Gomez telst þar með. Ryan Gravenberch og Wataru Endo geta einnig spilað í stöðunni. Við eigum önnur svæði sem eru meiri áhyggjuefni.“