fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. nóvember 2025 13:30

Sadio Mane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane segir að hann hafi hafnað Manchester United ári áður en hann skrifaði undir hjá Liverpool. Senegal­inn var þá að stimpla sig inn hjá Southampton og vakti mikla athygli, en Louis van Gaal reyndi að sannfæra hann um að koma á Old Trafford.

Mane, sem kom til Southampton frá Red Bull Salzburg árið 2014 fyrir tæpar 12 milljónir punda, fékk tækifæri til að ganga til liðs við United sumarið 2015. En hann viðurkennir að hann hafi ekki trúað loforðum Van Gaal um að verða lykilmaður.

„Ég var að tala við Van Gaal. Hann sagði að hann vildi mig, en ég spurði: Þið eruð með Rooney, Di Maria, Depay og Van Persie… hvar á ég að spila?“ segir Mane í viðtali við ESPN.

„Hann sagði að ef ég myndi æfa vel myndi ég spila, en ég var ekki sannfærður. Ég var ungur og þurfti meiri leiðsögn. Ég var ekki tilbúinn.“

Mané segir jafnframt að Tottenham hafi heillað hann meira en United. Mauricio Pochettino bauð honum í heimsókn á æfingasvæði félagsins og var honum vel tekið.

„Ég var miklu sannfærðari um Tottenham-verkefnið. Vandamálið hjá United var einfaldlega að þar voru of margir stórir leikmenn,“ sagði hann.

Ákvörðunin að bíða með skipti reyndist frábær. Mane fór til Liverpool sumarið 2016 fyrir um 36 milljónir punda og var einn besti leikmaður liðsins á árunum eftir, þar sem það vann allt galleríið.

Mane er í dag á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum
433Sport
Í gær

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk
433Sport
Í gær

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?
433Sport
Í gær

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Í gær

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar