

Kelly Brook, leikkona og fyrirsæta með meiru, hefur rifjað upp þegar hann sat fyrir í hættulegum aðstæðum í Suður-Afríku.
Fyrir HM sumarið 2010 fékk Kelly það hlutverk að verið framan á forsíðu FHM í sérstakri heimsmeistaramótsútgáfu blaðsins. Þar var hún í sundbol með ljón sér við hlið.
„Ég var smá hrædd um að verða étin. Ljónin voru keyrð frá Jóhannesarborg og ég hugsaði með mér að þau gætu verið svolítið svöng,“ segir Brook í gamansömum tón.
„Reglur varðandi öryggi og þess háttar voru ekki alveg eins og við þekkjum, en þetta voru svo bara eins og stórir kettir.“
Brook hóf fyrirsætuferil sinn aðeins 16 ára og fór fljótt á síður blaða á borð við GQ, Loaded, FHM og Playboy. Árið 2005 var hún valin kynþokkafyllsta kona heims af FHM og var á listanum á hverju ári frá 1998 til 2015.
