

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
Heimir Hallgrímsson hefur verið hlaðinn lofi eftir að hafa á ótrúlegan komið Írlandi í umspil um sæti á HM næsta sumar. Hann var með bakið upp við vegg og þurfti sigra gegn ógnarsterkum liðum Portúgala og Ungverja til að fara áfram, það tókst.
Írskir fjölmiðlar voru orðnir ansi gagnrýnir á Heimi áður en kom að þessum leikjum en Kjartan segir ótrúlegt að hafa fylgst með Heimi í viðtölum þegar verr gekk, áður en velgengnin á dögunum tók við.
„Yfirvegunin og róin sem hann hafði, ég gleymi þessu ekki. Dónaskapurinn og yfirgangurinn (frá spyrlinum) en það sem hann var svalur. Og að ná svo að gera þetta á vellinum,“ sagði Kjartan.
Þátturinn í heild er í spilaranum.