fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. nóvember 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur gengið frá ráðningu Halldórs Geirs Heiðarssonar, Donna, sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla næstu tvö árin.

Donni er mjög efnilegur þjálfari sem ættaður er frá Húsavík og kemur til Njarðvíkur með reynslu úr m.a. þjálfarateymum Þróttar R., Leiknis R og nú síðast HK.

Hermann Hreiðarsson vildi fá Donna með sér til Vals en fékk það ekki, hann verður nú aðstoðarmaður Davíðs Smára Lamude sem tók við Njarðvík á dögunum.

Donni mun útskrifast í nóvember með UEFA Pro þjálfaragráðuna, hæstu evrópsku þjálfararéttindin og verður þar með einn af yngstu Íslendingunum til að ljúka þeirri gráðu.

„Stjórn Njarðvíkur er gríðarlega ánægð að fá Donna inn í þjálfarateymið. Hann kemur inn með mikla tækniþekkingu og mikinn metnað sem mun styrkja félagið til framtíðar,“ segir á vef Njarðvíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum