

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
Aron Einar Gunnarsson var annan landsleikjagluggann í röð í hópi Íslands án þess að spila neitt. Þetta var aðeins tekið fyrir í þættinum.
„Heldur þú að þetta hlutverk Arons utan vallar vegi það þungt að það sé hreinlega þess virði að vera með mann sem er ekki nálægt því að snerta völlinn þar, í stað til dæmis manns eins og Gylfa sem er líklegri til að koma inn á með töfra í lokin?“ spurði Helgi, en margir hafa kallað eftir Gylfa.
„Það lítur þannig út. Ég veit að hann var fáránlega svekktur yfir að fá ekki að koma við sögu. Svo hann er ekki þarna til að vera einhver klappstýra, hann vill spila,“ sagði Kjartan um Aron.
Hann hefði viljað sjá meiri hreyfingar á liðinu, sér í lagi í leiknum sem vannst gegn Aserbaísjan áður en tap gegn Úkraínu tók við.
„Það kom manni svolítið á óvart, sérstaklega í Bakú, að hann hafi ekki komið inn á til að hreyfa liðið aðeins og dreifa álaginu,“ sagði Kjartan.
Umræðan í heild er í spilaranum.