fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. nóvember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaðurinn Andy Carroll slapp við akstursbann eftir að hafa verið staðinn að því að taka upp myndband af mótmælum úr bifreið sinni en dómari varaði hann við að hann væri á síðasta séns.

Atvikið átti sér stað í júní þegar þúsundir mótmæltu við Bell-hótelið í Epping í Essex. Lögregla, sem stjórnaði umferð vegna lokunar á veginum, sá Carroll, 36 ára og leikmann Dagenham & Redbridge, nota farsímann til að taka upp mótmælin meðan hann ók Range Rover-bifreið sinni.

Verið verið að mótmæla flóttamönnum í Englandi sem fyllt höfðu heilt hótel í grendinni.

Fimm barna faðirinn, sem áður lék með Liverpool og Newcastle, viðurkenndi brotið. Dómstóllinn í Chelmsford bætti sex refsistigum við ökkuskírteni hans, sem nú er komið í 16 stig eftir þrenns konar hraðakstur frá 2022 til 2024.

Carroll slapp við bann vegna sérstakra aðstæðna þar sem hann þarf að aka fjölskyldumeðlimi í reglulegar sjúkrahúsferðir.

Dómarinn Jeremy Batchelor sagði: „Þú þarft að fara mjög varlega. Haltu símanum langt frá hendinni og gættu hraðans.“ Carroll þarf einnig að greiða 1.052 pund í sekt og kostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rooney valdi þrjá bestu í enska boltanum á þessu tímabili – Valið vekur mikla furðu

Rooney valdi þrjá bestu í enska boltanum á þessu tímabili – Valið vekur mikla furðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás