

Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaðurinn Andy Carroll slapp við akstursbann eftir að hafa verið staðinn að því að taka upp myndband af mótmælum úr bifreið sinni en dómari varaði hann við að hann væri á síðasta séns.
Atvikið átti sér stað í júní þegar þúsundir mótmæltu við Bell-hótelið í Epping í Essex. Lögregla, sem stjórnaði umferð vegna lokunar á veginum, sá Carroll, 36 ára og leikmann Dagenham & Redbridge, nota farsímann til að taka upp mótmælin meðan hann ók Range Rover-bifreið sinni.
Verið verið að mótmæla flóttamönnum í Englandi sem fyllt höfðu heilt hótel í grendinni.
Fimm barna faðirinn, sem áður lék með Liverpool og Newcastle, viðurkenndi brotið. Dómstóllinn í Chelmsford bætti sex refsistigum við ökkuskírteni hans, sem nú er komið í 16 stig eftir þrenns konar hraðakstur frá 2022 til 2024.
Carroll slapp við bann vegna sérstakra aðstæðna þar sem hann þarf að aka fjölskyldumeðlimi í reglulegar sjúkrahúsferðir.
Dómarinn Jeremy Batchelor sagði: „Þú þarft að fara mjög varlega. Haltu símanum langt frá hendinni og gættu hraðans.“ Carroll þarf einnig að greiða 1.052 pund í sekt og kostnað.