

Arsenal hefur fengið mikilvægar jákvæðar fréttir fyrir stórleikinn gegn Tottenham á sunnudag, þar sem Martin Ødegaard gæti aftur verið klár í leik. Þetta kemur í kjölfar þess að félagið missti Gabriel miðvörð frá í allt að tvo mánuði vegna meiðsla.
Samkvæmt enskum blöðum er sá norski líklegur til að vera í hópnum á Emirates eftir að hafa verið frá síðan 4. október vegna hnémeiðsla sem hann hlaut gegn West Ham.
Endurkoma Ødegaard kæmi á sama tíma og hann fagnar því að Noregur tryggði sér þátttöku á HM næsta sumar. Hann var í Osló þar sem forsætisráðherrann tók á móti liðinu og hélt hátíð á Ráðhústorginu.
Mikel Arteta fagnar þessum fréttum þar sem hann verður án Gabriel Jesus, Kai Havertz og Gabriel, og óvíst er með Noni Madueke, Riccardo Calafiori, Jurrien Timber, Gabriel Martinelli og Viktor Gyökeres.