

Manchester United eru að íhuga að bæta ungstirnunum Harry Amass og Radek Vitek í aðalliðshópinn fyrir næsta tímabil. Báðir hafa verið í góðu leikformi í Championship-deildinni á lánssamningum.
Amass, 18 ára vinstri bakvörður, er á láni hjá Sheffield Wednesday og hefur byrjað alla 11 leiki liðsins frá því hann kom á lokadegi gluggans. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir United gegn Leicester í mars og hefur vakið mikla athygli fyrir stöðugleika og þroska í leik sínum.
Markvörðurinn Vitek, 22 ára, er á láni hjá Bristol City og hefur einnig verið ómissandi í sínum hóp. hann hefur byrjað 15 leiki. Hann hefur ekki enn leikið keppnisleik fyrir United, en stóð sig vel í æfingaleik gegn Rosenborg síðasta sumar.
United telja að leiktíð í Championship sé sterkur vísir um að leikmenn séu tilbúnir að stíga inn í aðalliðið. og Amass og Vitek eru nú báðir í raunverulegri samkeppni um sæti.